6. nóvember 2006

BBC stendur alltaf fyrir sínu. Í kvöld horfði ég á afurð þeirra um tilraunir til að láta hunda þefa uppi krabbamein. Hundarnir virtust nokkuð seigir í þessu og framvegis mun mér ekki standa á sama ef hundur sýnir mér áhuga. Hugsanlega hefur mín brottflutta Kíkí einhverja hæfileika á þessu sviði því hún er iðin við að kroppa í fæðingabletti á fólki með beittum goggnum.

Ég veit ekki hvort ég verði góður þroskaþjálfi, skoðanir mínar virðast oft á skjön við skoðanir bekkjarfélaganna og kennaranna. Stundum er ég næstum á móti réttindabaráttu fatlaðra en það litast kannski af þeim heimtufreku ónytjungum sem ég þekki, sem hafa bara réttindi en engar skyldur. Samt skal ég útskrifast með þetta bévítans próf fyrr en síðar.

He-man verður eins árs í lok mánaðarins. Það sem tíminn flýgur - stöðvum hann!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

veistu, ég held þú verðir afbragðsgóður þroskaþjálfi, einmitt en ekki eingöngu vegna skoðana þinna! Þurfum endilega að ræða þetta við tækifæri!!!