16. nóvember 2006

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Af því tilefni íslenskaði grísastelpa orðið "wannabe". Framvegis mun ég nota orðið "vonlingur" yfir þá sem rembast við að vera annað en þeir eru.

Hún Marta er nú enginn vonlingur heldur afmælisbarn dagsins. Til hamingju með daginn Marta mín, hrikalega sakna ég kaffi&suðusúkkulaðidaganna okkar, langra gönguferða og fræðslu um hægðir Elínborgar. Ef ég gæti myndi ég gefa þér einn dag sem innihéldi allt ofantalið í afmælisgjöf. Myndi kannski sleppa hægðunum samt...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Grísastelpa er greinilega mikill snillingur :)

marta sagði...

Takk fyrir afmæliskveðjuna. Það gengur eitthvað illa að kommenta á þessa síðu.

og líka til hamingju með daginn í dag :)