21. janúar 2007

Þegar kennarinn í vinnubrögðum sagði að við hefðum gott af því að fara sjálf í greinandi viðtal vissi ég ekki að ég þyrfti virkilega á slíku að halda. En ég slæ þá bara tvær flugur í einu höggi þegar ég verð búin að panta tíma hjá félagsráðgjafanum...

Það var hrikalega gaman að mæta í allar kennslustundirnar í síðustu viku. Eftir því sem ég er lengur í skólanum því minna finnst mér ég vita. Þegar ég byrjaði í náminu hélt ég að ég vissi næstum allt sem ég þyrfti að vita, ætlaði bara að læra til að fá hærri laun. Núna finnst mér ég vita lítið en það hafa opnast margar dyr og það er svo margt sem ég hef áhuga á að gera þegar ég útskrifast. Ég er að verða afhuga því að vera yfirmaður á sambýli þar sem maður gerir lítið annað en að halda í horfinu og reyna að hafa alla ánægða. Ég er staðráðin í að nota kunnáttuna mína í að þjálfa þá sem geta gagnast af því frekar en að reyna að gera plön fyrir þá sem nenna ekki að lyfta litlafingri en bíða spenntir eftir örorkubótunum svo þeir geti farið að kaupa sér sígó eða hælaskó.

Ég hef gortað mig af því að hafa tekist að nurla saman fyrir fermingarveislu heimasætunnar. Ég telst líklega til millistéttar á Íslandi fyrst ég á pening fyrir veisluhöldunum en ekki til hástéttar þar sem ég hef ekki efni á að biðja Marilyn Manson um að spila í veislunni. Kannski gef ég 30 krónur til góðgerðarmála til að réttlæta eyðsluna.

He-man veit upp á hár hvað orðið "ulla" þýðir. Ég var að segja Skröggi talþjálfunarbrandara sem innihélt þetta orð og um leið rak sá litli út úr sér tunguna. Og þar sem við gátum ekki á okkur setið og fórum að flissa hélt hann áfram að segja brandara: henti matnum sínum í gólfið sagði "henda" og hristi svo hausinn! :D

Sem betur fer er oftast gaman að vera til. Annars væri miklu erfiðara að sigrast á því slæma. Þetta var alveg ókeypis Gríshildarspeki. Og þar sem vellur úr mér vísdómurinn fáið þið aðra í kaupbæti: Varið ykkur á fyrrverandi tengdamæðrum... þær geta verið tannhvassari en steinbítur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa!

og góð speki :D

marta sagði...

glott :)