16. janúar 2007

Hvað?!
Er virkilega svona langt síðan ég hef bloggað... það mætti halda að ég væri andlaus og dauð úr öllum æðum. En þeir sem þekkja mig vita að ég er allt of upptekin við að fylgjast með öllum íþróttaviðburðunum í sjónvarpinu til að eiga lausa bloggstund. Nú er til dæmis æsispennandi leikur í gangi þar sem gula liðið var næstum því búið að skora en bláa liðið verður að fara að bíta í skjaldarrendur.

Mig vantar fleiri stundir í sólahringinn eða lottóvinning svo ég geti hætt að vinna þær 6 vikur sem ég á að vera í starfsnámi.

He-man er loksins farinn að staulast um og hann kann að segja hestur og þetta. Hann kann líka að þykjast klemma sig til að fá fólk til að hlaupa til.

Ferming í aðsigi hjá Grísastelpu. Undirbúningur hafinn en mér finnst ég ekkert vera deginum eldri en 22ja þrátt fyrir allt.

Ég veit ekki meir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú lítur líka ekki út fyrir að vera eldri en 22 :) alltaf svo ungleg og sæt. Gaman að rekast á þig þó í mýflugumynd hafi verið.

Nafnlaus sagði...

Velkomin til bloggheima. Það væri gaman að rekast á þig þó ekki nema í mýflugumynd ;)
Lynja