30. janúar 2007

Mér til mikillar ánægju sá ég að einhverjar umræður væru farnar af stað á WebCt í dag. Hélt kannski að kennarinn hefði komið með punkta um námsefnið en ekkert hefur heyrst í honum í tvær vikur. Ég opnaði umræðuna tilbúin að troða í mig einhvern vísdóm um einstaklingsáætlanir eða námskrár. En nei. Umræðan hófst svona: "Hæ þið sem voruð að tala um að fara í átak. Nú er stefnan sett á að koma í númeri minni buxum í næstu staðlotu heldur en í síðustu staðotu."

Múahaha. Ég er að spá í að setja inn umræðu: "Hæ. Ef þið mynduð nota tímann sem annars færi í að éta á milli mála til að lesa það sem sett er fyrir í náminu - líka það sem er á erlendum tungumálum, mynduð þið örugglega minnka um tvö númer..."

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gríshildur þú ert snillingur!!!
Lynja
LOL

Nafnlaus sagði...

Ahahhahahha! :D