20. ágúst 2007

Alvara lífsins hefst á ný. Skröggur farinn um borð í skipið sitt og ég þarf að finna ofurkraftinn til að höndla heimilishald og uppeldi óstudd auk þess að sinna vinnu og skólanum sem fer á fullt í næstu viku.

Við He-man fylgdum sjóaranum í flug. Skröggur og He-man horfðu á flugvélar út um gluggann og ég fékk það hlutskipti að halda á glænýju skærappelsínugulu björgunarvesti sem komst ekki í ferðatösku Skröggs. Svo flissaði ég fíflalega þegar ég hugsaði um að allir væru að glápa á mig af því ég væri flughrædda konan sem færi með sitt eigið björgunarvesti í flug... Svo hló ég ennþá meira á leiðinni út í bíl þegar ég hugsaði um Skrögg sitjandi í fokkernum með björgunarvestið í fanginu.

3 ummæli:

Sunnhildur sagði...

Hahhhahahha
ég sé hann alveg fyrir mér húka í pínulitlu flugvélasæti með björgunarvestið í fanginu :D

Og til hamingju með flutningana by the way, hlakka mjög til að koma í heimsókn á Egilsstaði syðri við fyrsta tækifæri!

marta sagði...

hahahahaha - ég mundi örugglega vera flughrædda konan sem mundi öfunda hann af vestinu ;)

Nafnlaus sagði...

Vá, hvað þetta er fyndið móment!