Það er nú auma starfið að vera forstöðumaður. Sérstaklega þegar vantar þrjár manneskjur upp á að mönnunarþörf sé fullnægt og engar umsóknir berast. Fyrir utan umsókn frá Ísrael þar sem maður nokkur sagðist hafa áhuga á að vinna við bílaviðgerðir eða umönnun aldraðara. Ég tel niður dagana til áramóta...
Bumbusundið er út úr kortinu ennþá en ég ætla að fjárfesta í meðgöngubelti og fá lánaðan stóran bolta til að sitja á. Í dag var álag í vinnunni og ég hugsaði með mér að þessir grindverkir væru bara ímyndun og aumingjaskapur í mér, afsökun fyrir að vera löt. Svo ég dreif mig í að mata, spelka, lyfta, klæða og skipta á. Í kvöld er ég sannfærð um að ég er ekki með ímyndunargrindverk. Og ég hugsa með söknuði til síðustu meðgöngu þar sem ég var bara að vinna og ala upp ungling. Hafði nógan tíma til að vera ólétt, fara í bumbusund og lesa allar meðgöngusíður og bækur í heimi.
En það styttist í áramótin :)
3 ummæli:
Blessuð Helga,
Gaman að rekast á bloggið þitt:)
Greinilega nóg að gera hjá þér kona!!
Sjáumst með bumburnar okkar í staðlotunni sem verður áður en við vitum af:)
Bestu kv.
Jóhanna Margr. þroskanemi og marsbumban
Æi kella mín, þú átt alla mína samúð! Taktu þér bara húsmærðaorlof og kondu í sveitina tíl mín í afslöppun...ég skal lofa að dreka við þig eins og prinsessan sem þú ert :)
Kv. Inga Maja
Kaffi í bælinu bjargar mörgu...
Skrifa ummæli