Fyrsta vettvangsferð leikskóladrengsins
Það er víst séríslenskt fyrirbæri að láta börn halda í band í gönguferðum og þetta er vinsælt myndefni hjá túristum. Börnin vanda sig mikið við að halda í bandið og ef þau detta dragast þau frekar áfram en að sleppa bandinu. Þarna er völlur á mínum, eina myndin af honum þar sem hann var ekki með skeifu í gönguferðinni. Skeifan hlýtur að hafa komið í kjölfar þess að hann fékk ekki að sleppa bandinu til að taka upp einhverja gersemi sem hann er að benda á á þessari mynd...
3 ummæli:
Aha! Þarna er komin ein ástæða til viðbótar fyrir ykkur til að flytja hingað til Svíþjóðar.
Hér halda börn nefnilega ekki í nein bönd í gönguferðum og yrði he-man heldur en ekki glaður með það :D
Svíjóð, nei ei Hagaorg notar ekki bönd á börnin. Það læra þau að hafa vit á að fylgja röðinni. Hef ekki séð börn í röð hér í útlandi. au ferðast öugglega í busum og drekkandi te og nagandi skonsur.
vissir þú að pósturinn Páll á kött sem er jafn stór og kind?
Skrifa ummæli