Hjúkkitt að það er bara laugardagur. Ég get lært á morgun líka...
Mér líður eins og mesta úrhraki. Búin að mæta stopult í vinnuna alla síðustu viku vegna veikinda He-mans. Varla byrjuð á verkefni sem ég þarf að skila of fljótlega. Ekki búin að taka niður af þvottasnúrunni, úr þurrkaranum né þvottavélinni. Og þótt ég sé varla að gera neitt þakkaði ég fyrir að hafa tíma til að fara í sturtu.
Og þroskaheftir eru byrjaðir að læra þroskaþjálfun upp í Kennó. Why bother?
1 ummæli:
þetta hljómar krassandi - síðasti hlutinn það er að segja :D hitt skil ég voða vel;) heima næstu helgi??
Skrifa ummæli