17. nóvember 2007
Tilfinningakreppa er liðin hjá og ég er aftur orðin hin súpersvala Gríshildur sem lætur ekkert á sig fá. Annir fara minnkandi með hverju verki sem ég lýk. Í dag tókst mér t.d. að ljúka verkefni C í Stjórnsýslu í opinberri þjónustu. Þegar ég verð búin með verkefni D þarf ég ekki að hugsa meira um þann pakka. Verkefni 2 í kúrsinum sem ég man aldrei hvað heitir er í vinnslu. Verð orðin sérfræðingur í mannréttindum, lögum og reglugerðum um málefni fatlaðra þegar því lýkur. Eins og oft vill verða fæ ég ógeð á því sem ég þarf að gera þegar mig langar að gera eitthvað annað og fer því á endanum ógeð á mannréttindum, lögum og reglugerðum og íslenska velferðarkerfinu. Gaman að þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hljómar illa en það er gott að vita að annað fólk getur líka farið í flækju. Maður verður sjálhverfari og sjálfhverfari í þessu leiklistarnámi. En gott að þu er að jafna þig gæska. Mundu bara að hugsa fyrst um þig og þitt líf. Vinnan er bara vinnan...
Skrifa ummæli