10. desember 2007

Það sem gerist þegar maður bíður í fimm klukkutíma eftir þjónustu á slysó er að maður fær óstjórnlegan áhuga á golfi. Eða það mætti halda það miðað við lesefnið sem er í boði á innri biðstofunni.
Slysavarnarmaðurinn Skröggur prílaði upp í stiga í fljúgandi hálku til að setja upp jólaseríur á bílskúrinn. Svo heyrðist brauk og braml. Og svo fórum við á slysó þar sem ég er ekki nógu góð saumakona og þoli ekki blóð. Og biðum og biðum. Á meðan greri fyrir sárið og nefið á Skröggi festist út á hlið. Og mér leiddist svo mikið að ég fékk áhuga á golfi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Obbobbobb!
Ég vona að Skröggur grói fljótt og vel.