Við erum sko búin að fatta hvað tefur barnið. Það er ekki búið að finna á það nafn. Við Skröggur vorum eins og persónur úr sagnfræðitrylli þar sem við hlupum inn á bókasafnið fimm mínútur yfir fimm, laumuðum okkur í lyftuna og upp á þriðju hæð. Þar vorum við stöðvuð af ákveðnum bókaverði sem bannaði okkur að fara lengra. En það stöðvar enginn litla konu með bumbu svo á endanum hlupum við út með Nöfn Íslendinga í fanginu rétt áður en skellt var í lás.
Ansi væri þægilegt ef börnin kæmu merkt með nafni í heiminn...
1 ummæli:
Ójá hvað það væri þægilegt ef börnin væru með nöfnin sín á enninu.
Ég hélt einmitt það væri þannig þangað til frumburðurinn fæddist.
Annars held ég enn að litli sé að bíða eftir 1. apríl.
Skrifa ummæli