6. júlí 2008

Samstaða með ljósmæðrum

Samstaða með ljósmæðrum við stjórnarráðið þriðjudaginn 8. júlí kl. 9.30.Ljósmæðrafélag Íslands hefur farið fram á það við ríkisstjórnina að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við laun annarra háskólastétta með sambærilega menntun. Flótti hefur verið úr stéttinni og nýliðun ekki nægileg. Fjöldauppsagnir eru í farvatninu og líðan og öryggi fæðandi kvenna því í uppnámi.Ljósmæður þjónusta konur og börn á mikilvægustu augnablikum lífsins. Launakjör þeirra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því lofað að kjör kvenna hjá hinu opinbera verði endurmetin, einkum hjá þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Ljósmæður eru eingöngu konur.Öll höfum við fæðst. Stöndum nú með konunum sem stóðu með mæðrum okkar. Samstaða við stjórnarráðið þriðjudaginn 8. júlí, kl. 9.30.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð með í anda til handa og fóta og hrópa koma svoooo!!!!
ps: Ég kann engar brjóstagjafa sögur hef hvorki gefið brjóst né þegið.