20. júlí 2008

Hvar hafa blogghæfileikar mínir lit sínum glatað?
Ég er algjörlega úti á túni, dagarnir líða hjá og ég man ekkert í hvað ég eyði þeim. En það ber líklega bara vott um að ég sé að njóta þess að vera heima með fjölskyldunni áhyggjulaus. Og það er allavega ekki leiðinlegt því þá hefði ég eitthvað til að tuða yfir. Það er miklu auðveldara að skrifa tuðblogg en hamingjublogg.

Og þegar maður er svona heima í kósíheitum gerist svo sem ekkert merkilegt. Nema kannski að Skröggur fann brenninetlur í garðinum okkar. Sem betur fer var ég bara hálfnuð með að hreinsa til í beðunum og var ekki komin að þessum ófögnuði því ég þekki varla illgresi frá góðgresi og hefði aldeilis fengið að kenna á eitruðum hárum plöntunnar illu.

Samkvæmt Wikipediu eru brenninetlur þó hreint ekkert illgresi heldur má nota þær til lækninga og sjóða úr þeim te eða súpu. Í franskri matreiðslu eru blöðin hreinsuð, soðin og étin með mat. Svo ef einhver hefur áhuga á að nýta gæði náttúrunnar í kreppunni er viðkomandi boðinn velkominn í garðinn minn hið snarasta til að ná sér í netlur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆÆÆÆÆ...
Til lukku með daginn kona.
Ég vona að þú skiljir eftir sneið af rjómatertunni og frystir. Ég kíki kannksi í kaffi til þín í september. Kannski getum við farið út og fengið okkur öl. Þar sem þú ert ekki að ganga með barn aldrei þessu vant ;)! Ég vona að þú eigir góðan dag og njótir þess að hafa alla þessa karlmenn í kringum þig, sem er nú aldrei slæmt ;) Ég veit ekki með netlurnar kannski má nota þær í rækjusalat? Þær ættu að gefa svona meiri umbf, veit ekki.
Bestu kveðjur í bæinn, hlakka til að sjá þig.
Unnar Geir í london

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið skvísa mín!!
Knús og kossar :0*

Lauga