11. október 2008

Það er alveg margt sem er fyndið.
Mér fannst til dæmis mjög fyndið að horfa á innlit-útlit í vikunni. Gufubaðsnuddsturta með útvarpi og síma! Vonandi ekki fjármögnuð með myntkörfuláni.
Tónlistin á Rás 2 þessa dagana fær mig til að glotta út í annað "þó að tilveran sé trist, skaltu út að dansa tvist..."
Bónus auglýsti lambahjörtu í raspi. Mmm verður það ekki bara jólasteikin í ár?
Og svo var stubburinn minn að vanda sig svo mikið við að pissa standandi að hann datt ofan í klósettið. Og fyrst hann meiddi sig ekki má ég alveg hlæja eins og vitleysingur...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að það eru fleiri með húmorinn í lagi í kreppunni. Ég fer ekki að fá skeifu fyrr en að matvaran mín hækkar um 25%, en þá er alltaf hægt að kaupa hjörtu í raspi!!
Annars var nú í allt sumar verið að gera grín af matseðli gangnagerðarmanna, t.d. djúpsteikt lifrarpylsa eða rúllupylsa í raspi. Kannski er það ekki svo fyndið lengur ...

Nafnlaus sagði...

;)
Unnar Geir

Nafnlaus sagði...

Ég hef einmitt alltaf saknað þess að geta talað í símann um leið og ég læt nudda mig með gufu í sturtunni.
Ég ætti kannski að athuga hvort þetta er falt fyrir sænskar krónur.