23. október 2008

Ég held að ég sé veruleikafirrt.
Mér er nefnilega alveg sama þótt Ísland sé á hausnum. Það snertir mig ekkert. Það hefur ekkert breyst hjá mér og ég sé ekki fram á að það verði neinar breytingar. Kannski ég ætti að kíkja upp á geðdeild, það er víst ekkert að gera hjá kreppuáfallateyminu þar.

Og svo var mér sagt að ég þyrði ekki að horfast í augu við sjálfa mig. Vegna þess að ég sagðist ekki þola gospeltónlist og vildi ekki fara á tónleika í Fíladelfíu. Kannski ég láti tékka á því í leiðinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að koma þvi áleiðis til forráðamanns stundarinnar okkar að endursýna atriði frá 1985; "breytum þessu bara í diskótek". Myndi létta þjóðarsálina ...
-Erna

Nafnlaus sagði...

Var Gríshildur lokuð inni á geðdeildinni þegar hún fór í tékkið? Er farin að sakna hennar, kv. Erna