4. október 2008

Ég er nú bara svo aldeilis hissa að hafa fengið viðbrögð við síðustu færslu, ekki datt mér annað í hug en að allir væru búnir að gefast upp á mér.

Ég nenni ekki að skrifa um kreppuna. En það hlakkar svolítið í illfyglinu í mér.

Gsm síminn minn vill frekar að lífið sé fáránlegt en dásamlegt. Mér finnst það bara vera bæði.

Undanfarin kvöld hef ég legið yfir lokaverkefninu mínu enn á ný. Ég var að sækja um styrki til að gefa út foreldraritið mitt. Það var erfitt, erfitt. Áhuginn sem dreif mig áfram í vor er ekki til staðar núna. En ég geri ráð fyrir að hann vakni ef ég fæ laun erfiðis míns... gráðuga geitin sem ég er.

Annars er ég andlaus. Og með vömbina fulla af nammi eftir að hafa sprungið á nammibindindinu. Byrja aftur á morgun með hreina samvisku.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm, nú langar mig í nammi!
Veit fátt betra en að vera með vömbina fulla af sykri og fitu.

Nafnlaus sagði...

skamm skamm.
ASG