28. september 2008

Það er annaðhvort að blogga eða hætta að blogga. Nema síður sé.
Jæja. Það sem er í frásögur færandi er kannski einna helst nýtilkomin ást mín á líkamsræktarstöðinni Klósett á Nesinu. Þangað fer ég að minnsta kosti þrisvar í viku til að hrista á mér keppina og vonandi af mér líka. Tilfinningarnar eru blendnar, ég druslast af stað og nenni því varla en er svo í sæluvímu þegar ég er búin að koma blóðinu á hreyfingu. Og tel mér trú um að það sé 25000 kr. virði.

Geimgengill og ég lukum tónlistarnámskeiði fyrir ungbörn í síðustu viku. Í sömu viku fór ég þrisvar sinnum í guðshús. Fyrst með He-man í sunnudagskóla, svo á tónlistarnámskeið og loks á foreldramorgunn. Ekki skrítið að ég sé með "Son guðs ertu með sanni" á heilanum...

Ég er að verða búin í fæðingarorlofi. Bara nokkrir dagar eftir. Þá er komið að því að fara í sumarfrí. Í sumarfríinu ætla ég að skreppa til Manchester og dást að bumbunni hennar Rögnu. Kannski kemst ég líka á tónleika með Systrunum :-)

Næst þegar ég blogga verð ég vonandi komin yfir frestunaráráttuna og búin að gera kostnaðaráætlun og sækja um styrki en ég kveikti einmitt á tölvunni núna til þess...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki hætta :-)

Nafnlaus sagði...

Dugleg þú!

Um leið og þetta er orðið að rútínu þá iðar þú í skinninu að komast á æfingar!

Ég vona líka þú verðir búin að gera kostnaðaráætlun og sækja um styrki og segir frá hvað þú ert að fara að bralla.. ég er svolítið forvitin ;)

Nafnlaus sagði...

vá hvað þetta er ótrúlega töff lag!
myndbandið lét líka kvikmyndanördið í mér skammast mín yfir að eiga ekki 3D gleraugu.
ég er yfir mig hrifin og ætla að skoða þetta frekar á netinu.
og takk.

(góða mín bloggaðu meira - það er svo skemmtilegt að lesa það)