22. desember 2008

Ég er að stela tíma í vinnunni til að blogga. Ég veit ekki í hvað tíminn minn fer almennt. Allavega ekki í að halda heimilinu mínu snyrtilegu eða að blogga.

Helst í fréttum er að nú er 4/5 hluti af fjölskyldunni klósettþjálfaður. Og veggurinn inni á baðherbergi er þakinn myndum af Bangsímon og félögum. Og aðeins 1/5 hluti af fjölskyldunni notar snuð eftir að jólasveinninn tók allar "duddurnar". 1/4 af börnunum mínum fékk 9,2 á enskuprófi í ens 103.

Sko, nú notaði ég tímann vel. Ég bloggaði og æfði mig í almennum brotum í leiðinni á meðan ég drakk kaffið mitt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá hvað þú ert dugleg! Og ekki síður ´börnin þín! Til hamingju með þetta allt bara ;)
Laugos

Nafnlaus sagði...

HMMM, er gríshildur í felum núna svo hún verði ekki súrsuð fyrir blót (eða eru súrsaðar svínalappir étnar við eitthvað annað tilefni). Koma svo kella, heyr-heyr!!
(sakna þín ...)
kv.Erna