21. nóvember 2008

Það er allavega ein manneskja sem les bloggið mitt og vill meira. Þessi færsla er tileinkuð henni :-)

Ég er búin í sumarfríinu og byrjuð að vinna. Enn er mér ekkert svo illa við kreppuna, í vinnunni er nefnilega miklu betra ástand núna heldur en þegar ég fór í orlof. Þá vantaði minnir mig í fjögur stöðugildi. Nú vantar ekkert! Er á meðan er. Kannski verður skorið niður og starfsfólki fækkað. Við vitum ekkert hvað gerist.

Synir mínir eru svo skemmtilegir. Sá yngri er að flýta sér að verða stór. Hann stendur upp allsstaðar þar sem hann nær að toga sig upp. Hann þarf að æfa sig svo mikið að stundum stendur hann upp í rúminu sínu á nóttunni. Hann æfir líka fínhreyfingarnar sínar, stingur upp í sig cheeriosi og les á þvottamiða. Sá eldri er aðallega að æfa sig í tungumálinu. Hann flýgur þyrlum og keyrir bíla og segir "rrrrrrrrrrrrrr". Honum finnst gaman að hlusta á Gilligill diskinn og syngur með "mamma, afhverju geturðu ekki verið eins og barbí?" Við áttum eftirfarandi samtal einn morgunninn:

Ég: Nú ætla ég að hjálpa þér í fötin og svo förum við í leikskólann.
Hann: Urg. Nei. Mamma setja í þvottavélina.
Ég: Heyrðu nú mig. Ertu svona mikil karlremba?
Hann: (Ánægður.) Já. Einmitt!

Það er gaman að eiga einn strák. En ennþá meira gaman að eiga tvo :-)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ, velkomin aftur! Við Anna vorum að tala um það í gær (enn og aftur) að það væri kominn tími á hitting með köllum og börnum t.d. í sumarbústað. Takið það fyrir á næsta kvenfjelagsfundi ....
Dásamlegir þessir snúllar þínir!
kv. Erna

Nafnlaus sagði...

dásamlegir strákar sem þú átt:) svo gaman af þessum litlu spekingum!
En hvað "litli" maðurinn er duglegur...á þessum bæ er prinsessan ekkert farin að hreyfa sig of mikið úr stað...nýlega farin að sitja sjálf:) ætli hún fari ekki af stað nógu fljótt samt, og byrji að tæta:)
bkv.
Fríður

vikarar75 sagði...

Greinilega fleiri að lesa bloggið þitt en þessi eina manneskja ! Gaurarnir þínir yndislegir og magnað að heyra framförina hjá stóra stráknum þinum bara á 2 vikum.
Kv.Anna Svandís

Nafnlaus sagði...

Ég les alltaf bloggið þitt og er alltaf sólgin í meira.

Og æ mig auma sem á bara stelpur, erum við að tala um ég þurfi að reyna einu sinni enn :-o

Ég held samt ég reyni alla vega örugglega ekki að eiga tvo stráka...

Nafnlaus sagði...

Er frú Gríshildur á fullu við að útbúa kartöflukonfekt, baka mjólkurlausar kökur og finna út úr því hvernig á að gera ís án rjóma? Óska Gríshildi og gríslingunum hennar gleðilegra jóla og takk fyrir allt:-)
Vonandi heldur þú áfram að gleðja mig sem aðra með sögunum þínum og mundu bara að einfaldir hlutir gleðja einfalt fólk ... (eins og mig)
Kv. Erna