16. maí 2009

Aðfaranótt miðvikudags dreymdi mig lottótölur. Ég keypti auðvitað miða í víkingalottó en lenti í vandræðum því mig dreymdi bara fimm tölur en þurfti að velja sex. Sem var auðvitað ástæðan fyrir því að ég fékk ekki vinning. Ég dró þá ályktun að tölurnar ættu auðvitað við íslenska lottóið. En svo gleymdi ég að kaupa miða.

Sem betur fer kom engin af tölunum sem mig dreymdi upp í kvöld.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Átt örugglega að bíða fram á næsta laugardag (30/05) - þá er hann þrefaldur í lottóinu. Og manst að fyrst ég sendi þig á sölustað þá skuldar þú mér út að borða, með þér auðvitað, ef þú vinnur :-)
Kv.Erna

Gríshildur sagði...

Ef ég fæ þrefalda pottinn skal ég bjóða þér í risotto með gullflögum :)

Nafnlaus sagði...

Má ég fá parmessan ost frekar - skilst á þeim sem fengu þennan rétt að gullið væri eiginlega bara vont; málmbragð en samt bragðlaust :-)
-EBJ

Nafnlaus sagði...

Hvað, er sumarfríið ekkert að verða búið í Grísheimum?
kv. EBJ