21. febrúar 2004
Og hreiðurgerð heldur áfram! Fjölskyldan búin að vera á milljón síðan kl. 10 í morgun (nema stelpan sem er mitt á milli barns og unglings og svaf til kl 12!). Afrek dagsins hingað til eru að taka til í geymslunni með 'þriggja bílfarma af drasli árangri', fara í Ikea og kaupa hillur, fara aftur í Ikea og sækja hillustoðir sem eru nauðsynlegur fylgihlutur með hillum (ætti að vera kennt á grunnnámskeiði Ikeastarfsfólks), rífa niður hillur í herbergi heimasætunnar (og allt DÓTIÐ sem í þeim var), flokka leikföng með frábærum árangri þannig að flest þeirra munu renna til fátækra barna sem eiga engin leikföng :) og loks setja upp nýju fínu hillurnar. Svo þarf bara að setja gömlu hillurnar upp í geymslunni, raða í þær og þá er verkinu lokið. Þá eigum við voða fína geymslu þar til allir gleyma að það borgar sig að henda drasli strax í staðinn fyrir að setja það alltaf í geymsluna... ég gef þessu svona 4 mánuði og eftir það verður ekki hægt að sjá í gólfið á geymslunni! En það er allavega lengri tími en tekur nýjabrumið af hillunum í heimasætuherberginu að dala... ég gef því herbergi svona hámark 3 daga þar til hættir að sjást í gólfið þar :D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli