22. febrúar 2004

Hvers vegna hefur engum dottið í hug að hylla konur á konudaginn með því að sýna ekki fótbolta í sjónvarpinu? Ég meina... það er búið að karlremba fótboltann svo mikið að það er eiginlega bara vanvirðing við konur að sýna hann á þessum degi; 'pössum tippið áður en þær taka það af okkur' og svoleiðis rugl! Og hvers vegna að hafa bolludaginn næsta dag á eftir konudeginum? Eru ekki yfirgnæfandi líkur á að það séu konurnar sem baka bollurnar og þá á sunnudeginum svo karlarnir geti tekið þær með sér í vinnuna á mánudagsmorgni? Gef skít í þennan konudag!

Engin ummæli: