23. mars 2004

Eftir 1 1/2 klukkutíma verð ég í bassatíma hjá honum Birgi að spila Don't mess with Bill eftir Smokey Robinson og mun gera það svo illa að Birgir fórnar höndum (hann hefur ekki hár á höfðinu til að reyta) og dauðsér eftir því að hafa nokkurntímann dottið í hug að leyfa mér að vera nemandi í þessum merkilega skóla. Hjálp mig langar ekki... á ég að segjast hafa týnt nótunum? Þykjast vera handleggsbrotin... Mér finnst eins og ég sé aftur orðin 10 ára á leið í píanótíma! *Gulp*


Engin ummæli: