Enn einn föstudagurinn á enda runninn. Stelpugrísinn er komin heil og höldnu á Austurlandið og ég þarf ekki að bera ábyrgð á neinum nema sjálfri mér næstu vikuna. Við skötuhjúin fórum á American Style eftir erfiða verslunarferð í Bónus og ætlunin var svo að fara í bíó eftir matinn. Gerðum ekki ráð fyrir að það tæki óratíma að bíða eftir matnum... svo það varð ekkert úr bíóferð í kvöld. Þess í stað fórum við í heimsókn til bumbufólks og það var gaman. Notalegt að geta talað um útfyllingar á umsóknum um fæðingarorlof, barnavagna og fleira við fólk sem er í sömu sporum og maður sjálfur.
Ég er að verða þunglynd út af skólanum, finnst þetta ekkert ganga neitt. Ég þoli ekki hópverkefni, er að fá magasár af því að hópurinn minn er týndur og það gerist ekki neitt. Endar örugglega með því að ég vinni þetta #$%& verkefni upp á mitt einsdæmi. Mér skil líka ekki einn kennarann og það er ekki til að bæta ástandið! En ég skal nú samt druslast í gegnum þessa önn, ég er gáfuð og dugleg og get allt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli