Helgin er að verða búin og ég er hvorki búin að líta í bók né snerta bassann minn. Hins vegar er ég búin að kaupa mér fín föt og skó, borða með skemmtilegu fólki, heimsækja afa og ömmu stelpugríssins og ömmu mína. Annað hvort lærir maður mikið og hittir engan eða hittir marga og lærir ekkert!
Í gærkvöldi fórum við skötuhjúin út á Álftanes og borðuðum þar með sex öðrum pörum (þó ekki forsetahjónunum!). Það var mikið fjör og maturinn dásamlegur. Ég vona að ég geti einhverntímann höndlað að halda svona stóra veislu og elda svona góðan mat. Ég fæ vatn í munninn þegar ég hugsa um allar krásirnar.
Amma mín var hin hressasta í dag, annað en ég sem sat bara og geispaði og vissi ekkert í minn haus. Nú er ég búin að drekka vítamíndrykk og bíð óþolinmóð eftir að hressileikinn hellist yfir mig... mér finnst ég vera alveg eins og dauðyfli, kæmi ekki á óvart þótt fólk færi að rugla mér saman við Halldór Ásgrímsson!
Maður vikunnar er skröggurinn minn, ég furða mig ennþá á því hvernig mér tókst að klófesta og halda í þennan gullmola.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli