25. júní 2004

Sötra slim&fit te ef ske kynni að doppurnar á bikiníinu mínu megni ekki að draga athyglina frá unslim&unfit líkamshlutanum sem staðsettur er á milli topps og brókar. Svona te hlýtur auðvitað að virka... ég meina, hvað gera rósmarín, netlur, lavender, fennel og engifer annað en að gera konur bikiníhæfar?
Las Söguna af Pí í gær, frábær bók eftir að maður hefur komist yfir smá byrjunarörðugleika. Endirinn kom svo á óvart að ég þurfti að lesa hann tvisvar til að ná honum. Það er þó ekki þar með sagt að ég sætti mig við hann...
Förum væntanlega á fasteignasöluna í dag að sækja afsalið hjá honum Victorybear (Sigurbirni) og þá er íbúðin loksins algjörlega okkar uh eða lánadrottna okkar!
Önnur verkefni dagsins eru að borga staðfestingargjald fyrir tónlistarskólann, kaupa mold og umpotta blómum og hitta svo nöfnu mína sem kennd er við Pönk.
Svo ætla ég að leigja flugvél sem dreifir þurrís yfir skýin svo þau hverfi...

Engin ummæli: