En gaman, það eru komnir litir hjá Blogger!!!
Amma var ánægð með að fá kartonin sín, hún sagðist ætla að púa duglega og jafnvel senda reykmerki af Háaleitisbrautinni yfir í Vesturbæinn.
Í gærkvöldi stóð ég á fjallstindi og horfði niður á Reykjavík. Þegar voru um tíu metrar eftir upp mætti ég fegðum, sonurinn gat verið fimm-sex ára. Þá skammaðist fjallagyltan sín fyrir að vera eldrauð, sveitt og másandi og blásandi... hins vegar virtist pabbinn ekki skammast sín vitund þótt ég yrði vitni af eftirfarandi samræðum:
"Pabbi það er eitthvað í skónum mínum." (Aumur).
"Já hefði ekki verið gáfulegra að vera í blautum strigaskóm en sandölum" sagði pabbinn ásakandi.
Hverjum dettur í hug að láta lítinn krakka labba upp á topp á Esjunni í sandölum???
Sólin skín og fyrirhugaðri tiltekt er frestað um óákveðinn tíma...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli