Þótt Bjalla mágkona sé í orlofi hér á Grandanum finnst henni algjör óþarfi að vera eitthvað að sofa út og þar sem hún er orkumikil dama vildi hún fá sér morgungöngu. Af þeim orsökum rumskaði ég við tikktikk hljóð sem kemur þegar voffi skokkar á parketi og glaðvaknaði við andlitsbað með stórri blautri hundstungu fyrir kl 8! Klukkan níu var ég búin að labba hring í kringum Seltjarnarnesið í veðri sem ætti ekki að sjást á þessum árstíma... jæja manni leiðist ekki á meðan :)
Styttist í brottför og ég á eftir að gera allt... garg ég er lööööt!
Eftir einn sólarhring sem hundapössunarpía langar mig soldið í hund...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli