YYY Gríshildur þakkar öllum til sjávar og sveita sem hylltu hana á afmælisdaginn... YYY
Rauðhærð, loðin mágkona mín er komin í fóstur til okkar skötuhjúa. Fyrst var voða gaman en núna er aðeins minna gaman. Vonandi jafnar hún sig áður en harðfiskurinn klárast!
Þar sem þetta er eðalborin tík fylgdi henni sumarhús á hjólum og bíll til að draga það. Því er um að gera að flýja rigninguna eins fljótt og auðið er og silast áfram í miðri lest húsbíla og fellihýsa á leið út úr bænum seinnipartinn á morgun.
Við amma stóðum við fyrirhugað plan og fórum út að labba í dag, það hafa örugglega sjaldan sést eins vindbarnar, blautar og montnar tvær kerlingar eins og við vorum þegar við komum inn :)
Það er furðulega gott að vera til í dag.
Tuð dagsins
Verð að lýsa vanþóknun minni á Subba Skorsteins fyrir að skemma EGO (og þá er ég ekki að tala um bensínið). Andskotans jarm alltaf í manninum eftir að hann varð miðaldra, hann ætti að ganga til liðs við Nælon...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli