Ég er komin með ógeð á þorramat, sérstaklega hrútspungum og súrri lifrarpylsu. Ekki gott mál því ég á eftir að fara á eitt þorrablót. Kannski ét ég bara harðfisk og hangiket eins og hver önnur rola...
Það gengur á ýmsu í fuglabúskapnum hér því Kermit fékk bláan og fagran gárakarl í heimsókn og þá fór ekkert á milli mála að sá græni er kerling. Frú Kermit semsagt. Jæja gott að það sé komið á hreint. Kíkí fór í fótsnyrtingu þar sem klærnar voru styttar verulega. Nú verða hendur annarra fjölskyldumeðlima ekki lengur eins og við dundum okkur við að krota á hvert annað með hnífum á síðkvöldum. Kíkí er þar fyrir utan að skipta út gömlum fjöðrum fyrir nýjar þannig að ef einhver vill koma í dúntínslu er hann velkominn fyrir kl 11 í fyrramálið en þá mun ég ræsa ryksuguna til að rýma fyrir nýjum birgðum.
Bráðum kemur konudagurinn. Þá sleppur Skröggmundur vel því ég verð í vinnunni frá morgni til kvölds. Það væri nú samt gaman ef hann myndi baka bollur og kannski keypa handa mér fagra mjaðmaboxera eða eitthvað svoleiðis sætt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli