2. febrúar 2005

Hitti saumaklúbbinn minn í gærkvöldi og við fengum fræðslu frá snyrtifræðingi um hvernig við gætum málað á okkur augnamálverk sem myndi slá augum Olgu og Stratislövu út. Það er ekkert einfaldara en að mála sig um augun. Fyrst skrifar maður V og litar það og teiknar svo banana... Fórum heim grænar og bláar í góðum fíling.
Var að ná mér í i tunes forritið. Það er mjög skemmtilegt. Ég á 1.01 GB af tónlist í tölvunni minni eða 246 lög sem endast mér í 16,8 klukkutíma.
Kannski að ég hlusti á eitthvað af þessari tónlist á meðan ég treð einhverjum lærdómi í höfuð mér.

Engin ummæli: