Mig langar í nýtt útlit á síðuna mína en finn ekkert sem ég fell fyrir. Ef einhver rekst á hið fullkomna gríshildarútlit fyrir bloggsíðu er hinn sami beðinn um að hafa samband...
Ég er að fara í skólann í dag, hlakka til að hitta liðið. Var að lesa námskeiðslýsingu í eina kúrsinum sem ég tek þessa önnina og sá þar að ég á að skila 20% verkefni 20. janúar! Eins gott að maður hrökkvi í lærdómsgírinn hið snarasta segi ég nú bara.
Annars er fátt eitt í fréttum, lífið komið í fastar skorður. Fólkið á heimilinu vinnur og lærir en fuglarnir flauta og snyrta fiður sitt. Allt í pörfekt harmóní í lífsins melódí...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli