Eftir margar nætur þar sem ég hef vaknað upp af værum blundi er mér skapi næst að verða mér út um grimman ránfugl sem ég gæti sent á kattaróbermin sem eru grenjandi fyrir utan gluggann minn. Eins og ég er nú venjulega mikill dýravinur... Hjálp, kannski er ég að verða eins og gamla hexið sem býr við hliðina á mér og má ekkert loðið sjá, þá hvæsir hún á það!
En talandi um dýr þá hef ég komist að því að páfagaukar eru til margra hluta nytsamlegir. Þeir geta hreinsað hnökra af peysum og bitið bólu af nefi. Geta einnig verið ágætis pappírstætarar ef þannig liggur á þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli