Það sem ég saknaði Ronju í morgun þegar ég var alein meðal húsmæðra úr Vesturbænum að hoppa á pöllum í húsi þreksins. Ég hugsaði með mér að ég yrði ánægð með sjálfa mig þegar ég kæmi heim. En ég er ekkert ánægð, mér líður bara eins og fífli. Hvers vegna getur gömul kona staðið á styrkum einum fæti þegar ég riða til falls í sömu stöðu?
Annars ríkir umsátursástand hér á Grandanum. Annað kattarkvikindið grenjar fyrir utan eldhúsgluggann en hinn fylgist með óvinum ofan á grillinu mínu úti á svölum. Annar hvor þeirra eða eitt kvikindið enn hefur migið fyrir utan útidyrnar hjá mér. Ofan á allt þori ég ekki að opna glugga því þá gætu þeir ráðist á fuglana mína.
Það er vinnuhelgi framundan. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna á föstudagskvöldum því þá er Idol partí, gos og fullt af nammi og allir í góðum fíling. Svo verður örugglega gaman á laugardaginn líka því þá fer ég á fyrsta Árselsballið á ævi minni. Merkilegt miðað við að hafa unnið á sambýli í fjölda ára. Vonandi fæ ég líka kók á ballinu... keypa kók!
Góða helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli