28. mars 2005

Það eru stanslaus veisluhöld í gangi í kringum mig svo ég verð að sæta færis að pikka hér nokkrar línur. Á laugardaginn gekk Sunna Grimma að eiga hann Manga sinn við hátíðlega athöfn í pínulítilli kirkju undir Snæfellsjökli. Við skötuhjú gerðumst því ferðalangar og brúðkaupsgestir um helgina. Ekki náði ég að grípa brúðarvöndinn né heldur greip Skröggur sokkabandið svo við erum augljóslega ekki á leið í hnapphelduna á næstunni...
Eftir örskotsstund verður svo brunað í fermingarveislu, mér skilst að 120 manns hafi verið boðið. 120 manns!!! Þetta er náttúrulega bilun. Ég er ekki afbrýðissöm þótt ekki hafi verið fleiri en 25 gestir í minni veislu... enda var ég ekkert að stressa mig á gestunum heldur sat í herberginu mínu og klappaði nýju græjunum mínum. Þegar Grísastelpa fermist ætla ég að leyfa henni að ráða hverjum verður boðið í veisluna. Hún erfði nefnilega veislufóbíuna mína svo það verður örugglega fámennt og góðmennt og ég þarf þá í mesta lagi að baka 3 tertur og setja 5 heita rétti í ofninn. Hella upp á kaffi og búið!
Well, best að fara að drífa sig í kökurnar...

Engin ummæli: