Ég fékk ávítur fyrir að vera latur bloggari. Tek það sem hrós því ég blogga bara í letiköstum...
Að minnsta kosti sat ég ekki auðum höndum í liðinni viku því auk þess að vera útivinnandi og heimavinnandi mætti ég í skólann í þrjá daga. Þar voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar sem hristu aðeins upp í mér. Í skólanum fékk ég þau gleðitíðindi að ég þyrfti ekki að taka prófið sem ég skrópaði í því ég fæ kúrsinn metinn, jibbíjei!
Mammsa á stórafmæli í dag og af því tilefni kom hún til borgarinnar ásamt Pa og lille bró. Við skipulögðum tveggja daga óvissuferð fyrir hana og það var rosalega gaman og allt heppnaðist vel.
Að sjálfsögðu var skipulagið þannig að maður sjálfur naut góðs af því, t.d. borðuðum við á fínum veitingastað og fórum í Bláa Lónið. Við Skröggur gáfum eftir rúmið okkar og fluttum í gestaherbergið. Bara við það að sofa ekki í okkar eigin rúmi fengum við á tilfinninguna að við værum einhversstaðar á ferðalagi. Það gerist nú ekki ódýrari ferðafílingurinn en að flytja sig í næsta herbergi! En nú ætla ég að fara að sofa heima hjá mér...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli