Afmælisdagurinn mikli gekk vel. Við vorum í fríi frá vinnu og notuðum daginn til að dekra við Grísastelpu á alla kanta. Það var svo mikið að gera hjá okkur að við höfðum ekki tíma til að eiga bágt og það var gott. Annars er bara mest lítið að frétta héðan. Ég hef reyndar tekið þá ákvörðun að sækja um leyfi frá náminu næsta ár þar sem ég sé ekki fram á að geta klárað haustönnina, ég verð örugglega svo dolfallin yfir krílinu mínu að það kemst ekkert annað að. Á vorönninni er svo starfsnám sem krefst mikillar fjarveru frá heimilinu og ég tími sko ekki að eyða fæðingarorlofinu mínu í það! Það eina sem ég á eftir að barma mér yfir er að missa af frábæra bekknum mínum, en stelpurnar eiga nú vonandi eftir að leyfa mér að vera með í bekkjarpartíunum :) En svo er líka kostur við þessa ákvörðun að þá útskrifast ég ekki á sama tíma og Grísastelpa fermist...
Þætti mér gaman að taka hnetuskeljar úr skál og henda þeim markvisst niður á gólf ef ég væri páfagaukur? Eða myndi ég kannski bara gera það til að hefna mín á þeim sem hræddi næstum úr mér líftóruna með því að ganga fram hjá búrinu mínu með risastóra helíumblöðru?
Það er gott að geta sett sig í spor annarra!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli