27. júní 2005

Jaeja, thad kom ad thví ad sòlin fór í frí! Thad hefur verid skýjad í dag og nokkrir dropar dottid á minn koll. En thad var nú allt í lagi, vid notudum bara daginn til ad finna hentuga ferdatosku undir allan bjórinn sem vid aetlum ad flytja til landsins. Fundum eina góda og fylltum af bjór í súpermarkadnum. Thá thurfum vid ekki ad druslast í gegnum fulla fríhofn af pirrudum Íslendingum til ad kaupa miklu dýrari bjór en faest hér :)
Thegar vid komum heim úr verslunarleidangrinum sáu spaenskir ruslakarlar til thess ad okkur leiddist ekki thví theim tókst ad sturta hálfum ruslabíl af sorpi á gotuna fyrir framan hótelid okkar og thad var sjón ad sjá adfarirnar thegar their voru ad reyna ad redda málunum og thegar bílar og rútur thurftu ad komast framhjá haugnum. Their voru svosem ekkert ad stressa sig mikid á thessu thví einn fór og sótti sér dagblad ad lesa! Rétt ádur en sorpfýlan var ad ná upp á svalirnar mínar kom loksins grafa og skófladi hrúgunni upp í vorubíl. Madur thakkadi bara fyrir ad thad hafi ekki verid sól til ad grilla ruslid, ojbara!
Jabb, thad er alltaf stud hér vid strondina :)
Á morgun er sídasti sólbadsdagurinn ef skýin láta sig hverfa thví á midvikudaginn forum vid til Gíbraltar og svo bara heim á fimmtudaginn...

Engin ummæli: