Vid erum búin ad vera dugleg ad nota lestarkerfid sídasta sólarhringinn. Í gaer forum vid med lest til Benalmadena thar sem er stórt og flott tívolí. Thad voru thó nokkur taeki sem ég gat farid í thrátt fyrir bumbuna, t.d. stórt parísarhjól, draugahús og einhverjar rólur :) Skroggur fór í agalegt taeki sem fór morgum sinnum á hvolf og tók óratíma. Stelpan sem sat vid hlidina á honum var farin ad hágrenja, thetta var svo hraedilegt! Ég heppin ad mega ekki fara í svona skadraedistaeki!
Í dag fórum vid svo med lest til Malaga. Thar fórum vid í annad farartaeki, hestvagn sem ók okkur um midborgina og ekillinn sagdi okkur frá helstu byggingum á spaensku. Svo gengum vid um á tveimur jafnfljótum og skodudum medal annars rosa borgarvirki. Thad var mjog gaman ad ímynda sér hvernig lífid hafi verid thar á midoldum.
En nú erum vid komin "heim" til Torremolinos og naest á dagskrá er ad fara í súpermarkadinn og svo út ad borda. Á morgun verdur sko bara legid í leti og lúin bein hvíld!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli