7. júlí 2005

Skrítinn dagur í dag.
Góði hlutinn af deginum var þær fimm mínútur sem við sáum krílið okkar sprikla í sónarnum. Það er greinilega mikill fjörkálfur með liðuga putta og stórt nef! Allt lítur vel út og væntanlegur komudagur er 28. nóvember. Það er tilgangslaust að reyna að pumpa okkur um hvers kyns krílið er því það veit enginn nema ljósan sem sá um sónarinn...
Vondi hluti dagsins er auðvitað árásirnar í London. Vegna þessara hörmunga hefur ferðahugurinn verið í lágmarki í dag enda lengst af ekki ljóst hvort við kæmumst nokkuð á lestarstöðina þar sem við eigum pantað far með lest til Manchester. Á tímabili vorum við að hugsa um að fresta för. Maður er búinn að liggja yfir National Railways vefnum og fylgjast með. Nú er ljóst að Heathrow express er farin að ganga aftur og Euston lestarstöðin er opin. Þá er bara málið að komast á milli Paddington og Euston og mér sýnist að það sé alveg í göngufæri þótt það sé smá spölur. Það er því ákveðið að engir terroristabjánar fái að skemma fyrir okkur Englandsferðina okkar og því leggjum við af stað til London klukkan sjö í fyrramálið!

Engin ummæli: