Urg!
Einn af hvimleiðum fylgifiskum bumbu minnar er magnað þefskyn. Þess vegna tek ég sérstaklega vel eftir því þegar róni sest fyrir aftan mig í strætó, einhver reykir í bílnum við hliðina á mér á rauðu ljósi og gamall karl sem þarf að fara í bað velur akkúrat borðið við hliðina á mínu þegar ég næri mig á háskólabókasafninu þótt það séu 20 önnur borð á lausu...
En samlokan var hvort sem er vond :(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli