Yndislegur dagur.
Byrjaði á því að taka prófið með stæl, vissi meira en ég hélt.
Fór svo í fyrsta tímann í meðgöngusundinu, fannst ekkert geðveikt gaman en það lagast örugglega þegar ég kynnist hinum bumbunum og hætti að gera allt öfugt. En það var bara hressandi að gera þessar æfingar og grindarbotninn verður örugglega í súperformi þegar námsskeiðið er búið...
Svo kom Ragna og við keyptum í matinn og elduðum dýrindis indverskan kjúklingabaunarétt sem við átum svo með bestu lyst og skoluðum niður með Bláu Nunnunni. Þetta var ekta stelpu matur því við notuðum rautt karrýmauk sem gerði réttinn fagurbleikan þegar kókosmjólkin fór út í! Grísastelpa kom á óvart og borðaði jurtafæðið með mikilli græðgi og samþykkir að þetta verði aftur á boðstólum. HAHA nú erum við tvær á móti einum! Ég sé fyrir mér að bjóða Ronju næst þegar ég elda þetta og gera það þegar Skröggur er ekki heima...
Nú er vinnutörn framundan, ég hlakka til á mánudaginn því þá á ég frí og eina skylduverkið er að mæta í sundtímann minn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli