Fór í öllu mínu veldi í bumbuskoðun áðan. Enn gengur allt eins og í sögu en ef barnið heldur áfram að stækka svona mikið verð ég líklega að skila litlu barnafötunum sem ég keypti í sumar! Bót í máli að magavöðvarnir mínir eru óvenjugóðir miðað við fjölda meðgangna svo þeir ættu að veita eitthvað aðhald! Líklega hef ég bara aldrei verið jafn mikill massi eins og eftir að ég byrjaði í sundballettinum...
Við fáum að fara í sónar eftir tvær vikur, það er bara svona geðhjálparsónar en ekki vegna þess að neitt sé óeðlilegt. Það verður gaman að sjá mynd af Kríli. Verst að það sefur venjulega á þeim tíma sem við eigum að mæta svo við fáum kannski ekkert vink eins og síðast.
Og meira bumbutengt... það eru líkur á að Kríli fái að koma í heiminn í Hreiðrinu. Verðum bara að krossleggja fingur og vona að það verði laust pláss þegar við mætum. Það er auðvitað mjög viðeigandi að fuglakonan eignist barn í hreiðri...
Um helgina hitti ég loksins Hjört Mörtuson og mömmu hans. Hann er rosa sætur og kraftalegur strákur og ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi gengið í gegnum miklar hremmingar fyrstu dagana sína.
Annars er mest lítið að frétta eða allavega er sjóndeildarhringurinn ekki mikið lengra í burtu en að naflanum á mér þessa dagana!
Saumó á morgun, verð að fara að finna aðferð til að falsa heimatilbúnar kökur...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli