23. september 2005

Hvað er í bumbunni?

Í Birtu í dag er að finna ýmsar vísbendingar/kreddur sem eiga að benda á hvort kynið leynist í kúlunni.  Þar stendur:

Þú ert með stelpu ef:
  • Koddinn vísar í suður þegar þú liggur í rúminu. Uh, held að minn vísi í vestur...

  • Þú borðar helst ekki skorpuna á brauðinu. Jú namm, skorpan er best! (Strákur þá?)

  • Móðuramman er ekki með grátt hár, heldur er með náttúrulegan lit eða litað. Já það passar. (Stelpa)

  • Bumban liggur ofarlega og er í laginu eins og vatnsmelóna. Hún liggur ofarlega já, og það má sjálfsagt líkja henni við vatnsmelónu. (Stelpa)

  • Hárið á fótunum fer að vaxa hraðar en það hefur gert. Hef ekki gert neinar mælingar á því en sýnist ekki... (Strákur)

  • Þú heldur nál í þræði yfir maganum á þér og þá sveiflast hún fram og til baka. Trúi ekki að ég hafi prófað það... en já! (Stelpa)

  • Þú hefur sterka löngun í ávexti. Ég borða alveg ávexti en hleyp ekki eftir þeim í græðgi minni, flokkast varla sem sterk löngun? (Strákur)

  • Aukaþyngdin sest á mjaðmir og rass. Hvaða aukaþyngd?! (Strákur)

  • Einhver biður þig að sýna hendurnar og þú réttir þær fram með lófann upp. Já líklega því ég naga neglurnar og vil ekkert vera að sýna þær of mikið... en jæja! (Stelpa)

  • Þú tekur um bolla með því að halda utan um hann í staðinn fyrir að taka í haldið. Ég tek í haldið, allavega ef það er eitthvað heitt í bollanum sem er nú oftast… (Strákur)

  • Brjóstin stækka umtalsvert á meðgöngunni. Nix. (Strákur)

  • Þú missir mittið á meðgöngunni. Ef vel er skoðað finnst smá mitti svo ekki hef ég misst það! (Strákur)

  • Ef þú heldur á litlum dreng og hann er vær hjá þér gengur þú með stelpu. Værir þú með strák myndi barnið sem þú heldur á ekki vera vært. Ég hef haldið á bæði stelpum og strák og öll sváfu þau vært í fanginu á mér.

Þú ert með strák ef:
  • Fæturnir eru kaldari en áður en þú varðst ófrísk. Kannski, þeir eru allavega kaldir núna! (Strákur)

  • Þú hefur sterka löngun í súran og saltan mat, kjöt og ost. Nei, mig langar mest í grænmetisbuff! (Stelpa)

  • Hjartsláttur barnsins er um 140 slög á mínútu eða minna. Hefur oftar mælst yfir 140. (Stelpa)

  • Nefið breytist á meðgöngunni. Nei! (Stelpa).

  • Pabbinn bætir á sig aukakílóum eins og mamman. Nei hann hefur ekki gert það blessaður. (Stelpa).

Samkvæmt þessu er Kríli annað hvort stelpa eða strákur… það er eitt sem víst er!

Engin ummæli: