Ég var klukkuð svo ég þarf að skrifa um sjálfa mig fimm staðreyndir sem fáir vita. Best að gera það svo ég fái ekki á mig félagsskítsstimpil!
1. Lengi ætlaði ég ekki að eignast mann og börn heldur búa ein með mörgum köttum.
2 Ég hef bitið í skó Stebba Hilmars á Sálarballi.
3. Ég synti í fyrsta skipti án kúts og korks í Sundhöllinni þegar ég var 8 ára.
4. Fyrsta hljóðfærið sem ég lærði á var melódíka.
5. Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Ég held að það sé búið að klukka alla bloggara sem ég veit um? Það má svosem reyna að klukka Gunnþór&Mola...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli