17. nóvember 2005

Letidagur

Kjöltutölvan mín litla er komin úr viðgerð með nýtt geisladrif og nýja rafhlöðu. Nú vantar mig bara nýjar dvd myndir til að horfa á uppi í rúmi...

Ég ætlaði að vera í klippingu núna en klipparinn minn er veikur svo ég er bara að letihrúgast á loðnu inniskónum og náttsloppnum. Þarf ekki að gera neitt í dag nema hreinsa fuglabúrið. Kannski dunda ég mér svo við að grufla í uppskriftum og elda eitthvað gott í kvöld.

Grísastelpu var falið að semja tónlist fyrir jólaleikritið í skólanum ásamt tveimur öðrum. Þetta er mikill heiður og ég er montin af henni.

Fór í bumbuskoðun í gær, allt í fínu lagi með okkur Kríli.

Annars bara ekkert að frétta held ég...

Engin ummæli: