15. nóvember 2005

Skömmin hún Ronja potaði í mig! Ég hlýði auðvitað enda hef ég nægan tíma til sjálfsskoðunar þessa dagana!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
Spila á bassa með rokkhljómsveit
Fylla ipodinn af tónlist
Borga upp námslánið
Kyssa karlinn minn í Róm
Baka enska jólaköku, baða hana í áfengi og éta
Fá miklu meira en 200 þúsund í grunnlaun
Verða gömul og klikkuð kerling í sundleikfimi á Hrafnistu

7 hlutir sem ég get gert
Horft niður án þess að sjá á mér tærnar
Hermt eftir Kermit Froski/Soffiu stærðfræðikennara (sama röddin)
Horft endalaust á Hroka og hleypidóma á dvd
Spilað Tunglskinssónötuna á píanó
Hreyft annað augað í einu
Verið raunsæ
Heklað dúllur

7 hlutir sem ég get ekki
Þolað Björn Bjarnason
Skilið til hvers er sagt frá FTSE vísitölunni og öðru verðbréfadrasli í lok fréttatímans á hverju kvöldi
Fundist frægt fólk merkilegra en annað fólk
Haft samúð með rónum
Drukkið mjólk
Fílað Sigur Rós
Hætt að naga neglurnar

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
Greind
Lífsviðhorf
Andlegur styrkur
Líkamshreysti
Góð matarlyst
Örlæti
Og allir hinir kostirnir sem minn heittelskaði býr yfir :)

7 frægir sem heilla mig
Colin Firth
Nick Cave
Brad Pitt
Robbie Williams
John Taylor
Jean Jacques Burnell
Steingrímur J.

7 setningar/orð sem ég nota mikið
Illfygli
Jæja
Aldeilis
Urr
Hvurslags eiginlega
Get ég fengið skiptimiða
Hvað er að borða

7 hlutir sem ég sé
Dagatal
Orðabók
Leirstyttur eftir dóttur mina
Mynd af syni mínum
Stafli af Sims leikjum
Prentari
Gítar

7 sem ég pota í að gera eins
Kvenfjelagið mitt getur dundað sér við að pota svona staðreyndum á nýju síðuna okkar.

Engin ummæli: