20. nóvember 2005

Sunnudagur í hýði

Ég ligg í híði í dag. Stelpan er á heilsdags lúðrasveitaræfingu og Skröggur að halda bátanámskeið. Ég horfi á hvern heimildaþáttinn á fætur öðrum, ét, sef og spjalla við fuglana mína. Voðalega notalegt.

Í nótt dreymdi ég að ég hefði eignast aðra stelpu og að hún hefði verið rosalega sæt. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég man eftir að hafa dreymt eitthvað um barnið sem ég geng með núna. Nú er ég næstum viss um að Kríli sé strákur því mig dreymir aldrei annað en einhverja vitleysu...

Ekki fékk Marta Kríli í afmælisgjöf og ekki heldur Ronja. Sunna á ennþá möguleika en ef sá dagur verður fyrir valinu missi ég af tónleikum Grísastelpu.

Jamm.

Engin ummæli: