22. nóvember 2005

Þriðjudagsmorgunn

Ég hef tekið upp lífsstíl ungbarns eftir háttatíma. Vakna sem sagt á þriggja tíma fresti til að drekka og pissa.

Í gær fór ég í háryfirhalningu og fékk klippingu sem heitir Minelli. Til að sjáist hvað hún er fín þarf ég að nota bæði hárþurrku og sléttujárn. Ég mun því skarta óblásinni og krumpaðri Minelli nema á sérstökum hátíðisdögum.

Það er að hellast yfir mig mikil löngun til að ryksuga sófann. Já ég lifi sérlega spennandi lífi!

Sunna á afmæli í dag og fær að sjálfsögðu bestu hamingjuóskir. Þar sem enn er árla morguns er ekki útilokað að hún fái Krílið í afmælisgjöf en ef ekki bæti ég það upp með bröns einhvern næstu daga.

Engin ummæli: